Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 100 svör fundust

Af hverju myndast loftbólur í vatnsglasi sem látið er standa?

Lofttegundir eða gös í andrúmsloftinu eins og nitur geta leyst upp í vatni. Hitastig vatnsins og loftþrýstingur ræður mestu um það hversu mikið gas leysist upp í vatninu. Í köldu vatni og við háan þrýsting leysist meira upp en þegar vatnið er heitt og þrýstingur er lágur. Lofttegundir eins og súrefni og nitur eru...

Nánar

Hversu langt rann Þjórsárhraunið og hvernig gat það farið svo langa leið?

Þjórsárhraun er plagíóklas-dílótt basalt sem gaus úr 20–30 km langri gossprungu í Veiðivatnasveimi Bárðarbungukerfis fyrir ~8700 árum og rann um 130 km til sjávar milli Þjórsár og Ölfusár.[1][2] Þótt það komi sennilega ekki þessu máli við, þá kristölluðust plagíóklas-dílarnir, sem einkenna hraunið, ekki úr bráðin...

Nánar

Hvaðan kemur nafnið krossfiskur?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaðan kemur nafnið krossfiskur? Af hverju ekki stjörnufiskur? Elsta heimild um orðið krossfiskur í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr ritinu Ein stutt undirrietting um Íslands adskilianlegar náttúrur eftir Jón Guðmundsson lærða. Dæmið er svona: Krossfiskur og hagalfiskur...

Nánar

Hvers konar gnit er í Gnitaheiði og Gnitakór?

Orðið gnit í forlið nafnanna gæti verið skylt nýnorsku gnite, sem merkir ‚smástykki sem brotnað hefur af e-u‘, og sænsku mállýskuorði gneta eða gnitu ‚moli, ögn‘, og því gæti Gnitaheiði, þar sem ormurinn eða drekinn Fáfnir var, merkt ‚smágrýtt land‘ (Ásgeir Bl. Magnússon, Orðsifjabók, 1989). Gnitaheiði er ekki ...

Nánar

Eru búri og búrfiskur það sama?

Orðið búri er ýmist notað um búrfisk (Hoplostethus atlanticus, Hoplostethus islandicus, e. orange roughy) eða búrhval (Physeter catodon, Physeter macrocephalus, e. sperm whale). Í Sjávardýraorðabókinni sem Gunnar Jónsson fiskifræðingur tók saman og finna má á heimasíðu Hafrannsóknastofnunarinnar eru heitin búr...

Nánar

Hversu gömul er Valagjá hjá Heklu?

Spurningin í heild sinni hljóðar svona: Góðan dag. Ég hef áhuga á að fá upplýsingar um aldur Valagjár norðan Heklu. Hef verið að reyna að "gúggla" Valagjá en lítið fundið. Afstæður aldur gæti hjálpað. Valagjá myndaðist við gos úr eldstöðvakerfi Heklu, líklega stuttu fyrir landnám. Breytingar urðu á vir...

Nánar

Hvaða klaustur voru á Íslandi á miðöldum?

Í kaþólskum sið voru níu klaustur starfrækt hér á landi, tvö fyrir nunnur og sjö fyrir munka. Nunnuklaustrin voru Kirkjubæjarklaustur í Skaftafellssýslu, stofnað 1186 af Þorláki helga Skálholtsbiskupi, og Reynistaðarklaustur í Skagafirði, stofnað 1295 af Jörundi Hólabiskupi og hefðarkonunni Hallberu Þorsteinsdóttu...

Nánar

Hvers konar veður valda snjóflóðum?

Hætta á snjóflóðum skapast oftast í tengslum við aftakaveður að vetrarlagi með mikilli snjókomu og skafrenningi. Krapaflóð falla einkum þegar hlánar og rignir snögglega niður í snjó, og aurskriður í kjölfar stórrigninga og örrar leysingar. Veðurfar er þannig einn mikilvægasti þátturinn sem segir til um ofanflóðahæ...

Nánar

Hvernig myndaðist Hrísey?

Hrísey á Eyjafirði mætti kalla "rofrest", en sennilega hefur hún myndast þannig að skriðjöklar hafi runnið hvor sínum megin við eyna, meginjökullinn austan megin en jökull úr Svarfaðardal vestan megin. Jöklarnir hafa þá sorfið niður berggrunninn í kring en eftir stóð eyjan. Hrísey, horft suður Eyjafjörð. Hrísey...

Nánar

Hvernig varð Fossvogsdalurinn til og hvað eru Fossvogslögin?

Reykjavíkurgrágrýtið svonefnda þekur mikinn hluta Reykjavíkursvæðisins, frá Mosfellsdal í norðri og suður fyrir Hafnarfjörð. Aldur þess er óviss, en sennilega er að minnsta kosti yngsti hluti þess frá upphafi síðasta hlýskeiðs fyrir um 120.000 árum. Eitt sinn var talið að Reykjavíkurgrágrýtið hefði komið ú...

Nánar

Er hægt að senda fólk á milli staða með teleport-tækni? - Myndband

Engin þekkt tækni eða eðlisfræðileg lögmál leyfa slíkan flutning á efni milli staða þannig að svarið við spurningunni er ótvírætt nei! Hins vegar hefur hugtakið "quantum teleportation" verið notað fyrir flutning á ástandi skammtafræðilegs kerfis. Slíkan „ástandsflutning“ má til dæmis framkvæma með því að senda ...

Nánar

Hver var Jóhanna af Örk?

Jóhanna af Örk var frönsk frelsishetja sem seinna var gerð að dýrlingi. Hún var fædd um árið 1412 og dó 30. maí árið 1431 aðeins 19 ára gömul. Hennar rétta nafn er Jeanne d’Arc en hún var stundum einnig kölluð Mærin frá Orlèans. Jóhanna af Örk. Sagan segir að Jóhanna hafi sagst hafa fengið sýnir frá guði þar...

Nánar

Á hverju byggist munklífi?

Upprunalega spurningin var:Á hverju byggist munklífi? Hvaða verkefnum var sinnt í munka- og nunnuklaustrum á miðöldum? Er munka- og nunnuklaustur það sama? Allt frá fyrstu öldum kristni hefur gætt þeirrar hugsjónar að kristnum mönnum beri að líkja eftir lífi Krists og breytni á sem bókstaflegastan hátt. Nefna m...

Nánar

Voru gerðar litlar styttur af Jóni Sigurðssyni árið 1944?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Voru gerðar litlar styttur af Jóni Sigurðsyni t.d fyrir heimili (1944)? Í tilefni þess að 200 ár voru liðin frá fæðingu Jóns Sigurðssonar árið 2011 og 50 ár frá stofnun Seðlabanka Íslands stóð Myntsafn Seðlabanka Íslands og Þjóðminjasafn í samvinnu við Myntsafnarafélag Ísl...

Nánar

Fleiri niðurstöður